Rekstrarafhroð í borginni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar á fundum í …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar á fundum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg tapaði 15,6 milljörðum króna af rekstri A-hluta starfseminnar á síðasta ári. Áætlanir borgarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi og niðurstaðan því hátt í sexfalt verri en áætlað var. Á síðasta ári nam tap borgarinnar af A-hluta 3,8 milljörðum króna og jókst tapið því um rúma 11 milljarða milli ára. Útgjöld borgarinnar jukust um 20 milljarða króna á milli ára.

Skuldir A-hluta voru 174,5 milljarðar í árslok, eða um 30 milljörðum hærri en ári fyrr.

Langt undir lágmarksviðmiði

Í umræðu um rekstur borgarinnar er gjarnan litið til veltufjár frá rekstri sem hlutfalls af tekjum. Hugtakið er í sjálfu sér ekki til þess fallið að vekja áhuga almennings, en það er mikilvægt vegna þess það gefur til kynna getu borgarinnar til að greiða afborganir af skuldum og til fjárfestinga. Því hærra sem hlutfallið er því betra. Hlutfallið reyndist aðeins 0,3% vegna síðasta árs en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að það yrði 1,6%. Hlutfallið er langt undir lágmarksviðmiði eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sem er 4,24%.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert