Vorhreinsun hefst í húsagötum

Vel hefur gengið að hreinsa helstu göngu- og hjólaleiðir og …
Vel hefur gengið að hreinsa helstu göngu- og hjólaleiðir og er því komið að húsagötum. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

Unnið hefur verið að vorhreinsun Reykjavíkurborgar frá því í fyrrihluta mars. Vel hefur gengið að hreinsa helstu göngu- og hjólaleiðir og er því komið að húsagötum. Í vikunni hefur staðið yfir forsópun og því verður farið í götuþvott í næstu viku líkt og fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.

Íbúar fá SMS

Byrjað verður á götuþvotti í Laugardal, Breiðholti og Kjalarnesi en íbúar koma til með að fá SMS daginn áður, með ósk um að færa bíla sína, til þess að tryggja að allt gangi sem best fyrir sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert