Hvað er að vera Íslendingur? er fræðslufundur sem Íslensk erfðagreining stendur að. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan.
Fjórir valinkunnir fyrirlesarar munu velta fyrir sér hvað sé að vera Íslendingur út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna okkar Íslendinga. Stangast hugmyndir þjóðarinnar, um uppruna sinn, ef til vill á við uppgötvanir á sviði mannerfðafræði?
Einnig verður því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar ef það á rætur í öðrum samfélögum. Tengist þjóðarsjálfsmyndin ómeðvitað eiginleikum sem er frekar hægt að henda reiður á þegar fólk talar um hvaða fólk sé ekki íslenskt?
Þá verður varpað ljósi á keltneska arfleifð okkar og hvernig hún birtist í sérkennum og siðum Íslendinga í nútímanum.
Dagskrá: