Beint: Hvað er að vera Íslendingur?

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er á meðal þeirra sem …
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er á meðal þeirra sem mun velta fyrir sér hvað sé að vera Íslendingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað er að vera Íslendingur? er fræðslufundur sem Íslensk erfðagreining stendur að. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Fjórir valinkunnir fyrirlesarar munu velta fyrir sér hvað sé að vera Íslendingur út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna okkar Íslendinga. Stangast hugmyndir þjóðarinnar, um uppruna sinn, ef til vill á við uppgötvanir á sviði mannerfðafræði?

Einnig verður því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar ef það á rætur í öðrum samfélögum. Tengist þjóðarsjálfsmyndin ómeðvitað eiginleikum sem er frekar hægt að henda reiður á þegar fólk talar um hvaða fólk sé ekki íslenskt?

Þá verður varpað ljósi á keltneska arfleifð okkar og hvernig hún birtist í sérkennum og siðum Íslendinga í nútímanum.

Dagskrá:

  • Miriam Petra Ómarsdóttir Awad - Hvenær er maður eiginlega orðinn Íslendingur?
  • Þorvaldur Friðriksson - Það keltneska í hinu íslenska: Sérkenni og siðir Íslendinga með hliðsjón af þætti Kelta í landnámi Íslands
  • Agnar Helgason - Hvað er Íslendingur? Erfðafræðileg sýn
  • Kári Stefánsson - Hvað er að vera Íslendingur?



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert