Félagsmenn BSRB samþykkja verkfall

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Meira en níutíu prósent félagsmanna BSRB hafa samþykkt að hefja verkfall í maí. Um er að ræða starfsmenn á leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Rúv greinir frá.

Niðurstaða þessi lá fyrir um hádegi eftir atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að fyrstu verkfallsaðgerðir muni hefjast þann 15. maí næstkomandi náist samkomulag ekki. 

Haft er eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB, þar sem hún segir félögum greinilega misboðið. 

„Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið og það muni ekki sætta sig við þá mismunun sem að Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á.“

Þátttaka í atkvæðagreiðslu dagsins var mikil víðast hvar. Allt frá 66 prósentum upp í 86 prósent og voru niðurstöður eftirfarandi. 

  • Í Kópavogi samþykktu 91,83% verkfallsboðun.
  • Í Garðabæ samþykktu 97,26% verkfallsboðun.
  • Á Seltjarnanesi samþykktu 100% verkfallsboðun.
  • Í Mosfellsbæ samþykktu 96,83% verkfallsboðun.

Þá hófst á hádegi í gær atkvæðagreiðsla í sex öðrum sveitarfélögum og mun þeirri atkvæðagreiðslu ljúka á hádegi á fimmtudag. 

„Ef öll félögin kjósa með verkfallsboðun munu verkfallsaðgerðirnar ná til tíu sveitarfélaga þar sem um fimmtán hundruð starfsmenn í leik- og grunnskólum, frístundarmiðstöðvum, mötuneytum og höfnum munu leggja niður störf þar til réttlát niðurstaða fæst,“ segir í tilkynningunni. 

Þá muni verkfallsaðgerðir sveitarfélaga dagsins hefjast 15. og 16. maí næstkomandi en aðgerðir geti náð víðar fari atkvæðagreiðsla svo. 

„Starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja mun bætast í hópinn í vikunni á eftir, fari atkvæðagreiðslur á þann veg, og eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. Júní í þessum tíu sveitarfélögum. Náist ekki að semja fyrir þann tíma verða frekari atkvæðagreiðslur boðaðar hjá félögunum og þá verða jafnvel fleiri hópar undir,“ segir að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert