Einn heppinn hlaut 21 milljón króna í Lottóvinning sem var dreginn út í kvöld. Sá er með miða í áskrift.
Þá skipta þrír með sér öðrum vinning, fá þeir 179 þúsund krónur hvor um sig.
Jóker-vinningurinn gekk einnig út en einn hreppti fyrsta vinning og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut. Níu skiptu með sér öðrum vinning og fá þeir hundrað þúsund krónur.