Kæjakræðari féll útbyrðis

Mynd úr safni. Maðurinn fannst heill á húfi og bar …
Mynd úr safni. Maðurinn fannst heill á húfi og bar sig vel. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Björgunarsveitir í Eyjafirði voru boðaðar út á hæsta forgangi laust eftir klukkan 14 í dag vegna kajakræðara sem fallið hafði útbyrðis af bát sínum austan við Hrísey, um miðja vegu milli eyjar og lands.

Í tilkynningu Landsbjargar kemur fram að tveir ræðarar hafi farið út á sitt hvorum kajaknum, og tilkynnti annar þeirra um óhappið. Ræðarann rak hratt í burtu og fór svo að tilkynnandi missti sjónar á honum.

Ræðarinn var í þurrbúning en þar sem sjávarhiti er ekki hár á þessum slóðum var líklegt að hann myndi kólna.

Í tilkynningunni segir að björgunarsveitir hafi sett út báta með hraði og hafið leit, og fannst kajak hans austur af Hrísey um 14.45 og maðurinn skömmu síðar, heill á húfi. Bar hann sig vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert