Norðlendingur vann 40 milljónir

Heppinn Norðlendingur vann 40 milljónir króna í Happdrætti DAS.
Heppinn Norðlendingur vann 40 milljónir króna í Happdrætti DAS. mbl.is/Golli

Heppinn Norðlendingur hreppti 40 milljónir króna þegar hann var dreginn út hjá Happdrætti Das á fimmtudag. Hinn heppni miðaeigandi var búinn að eiga tvöfaldan miða í áskrift frá árinu 2011. 

Var þetta síðasti miðinn sem var dreginn út á happdrættisárinu. 

Á happdrættisárinu sem er að ljúka hafa allir stærstu vinningar ársins gengið út, annað hvort 20 milljónir á einfaldan miða eða 40 milljónir á tvöfaldan miða. Það hefur ekki gerst í mörg ár að allir aðalvinningar ársins hafi gengið út á sama happdrættisárinu.

Nýtt happdrættisár hefst í maí þegar dregið verður hinn 9. maí. Dregið er vikulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert