Sársaukinn óbærilegur og olnboginn þrefaldast

Rúm tvö ár eru liðin frá handa­ágræðslu Guðmund­ar.
Rúm tvö ár eru liðin frá handa­ágræðslu Guðmund­ar. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Felix Grétarsson segir að annar olnbogi hans hafi þrefaldast í stærð vegna sýkingar og að sársaukinn sem fylgi sé óbærilegur. Frá þessu greinir hann á samfélagsmiðlum.

Rúm tvö ár eru liðin frá handa­ágræðslu Guðmund­ar en á fimmtudaginn greindi hann frá bak­slagi. Sagði hann ekki útilokað að hann gæti misst handleggina. Læknar segja sýk­ingu vera or­sök­ina. 

Eft­ir að hafa sent lækn­um sín­um mynd­ir voru tek­in vefja­sýni og hóf Guðmund­ur ster­a­lyfjameðferð til að stöðva sýk­ing­una og koma í veg fyr­ir að hann myndi hafni hand­leggj­un­um. 

Lyfjameðferð gæti hafa borið árangur

Að sögn Guðmundar Felix ætti steraskammturinn sem hann fékk á síðustu þremur dögum, að duga til fjögurra ára. Segir hann mögulegt lyfjameðferðin komi í veg fyrir að líkaminn hafni handleggjunum.

Nú er hann með sýkingu í olnboga og fer í aðgerð í kvöld til losa um vökva sem þar hefur myndast svo að sýklalyf geti komist óhindrað um handlegginn.

Segir hann olnbogann vera búinn að þrefaldast í stærð og að sársaukinn sem fylgi sé óbærilegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert