Guðmundur Felix Grétarsson segir að annar olnbogi hans hafi þrefaldast í stærð vegna sýkingar og að sársaukinn sem fylgi sé óbærilegur. Frá þessu greinir hann á samfélagsmiðlum.
Rúm tvö ár eru liðin frá handaágræðslu Guðmundar en á fimmtudaginn greindi hann frá bakslagi. Sagði hann ekki útilokað að hann gæti misst handleggina. Læknar segja sýkingu vera orsökina.
Eftir að hafa sent læknum sínum myndir voru tekin vefjasýni og hóf Guðmundur steralyfjameðferð til að stöðva sýkinguna og koma í veg fyrir að hann myndi hafni handleggjunum.
Að sögn Guðmundar Felix ætti steraskammturinn sem hann fékk á síðustu þremur dögum, að duga til fjögurra ára. Segir hann mögulegt lyfjameðferðin komi í veg fyrir að líkaminn hafni handleggjunum.
Nú er hann með sýkingu í olnboga og fer í aðgerð í kvöld til losa um vökva sem þar hefur myndast svo að sýklalyf geti komist óhindrað um handlegginn.
Segir hann olnbogann vera búinn að þrefaldast í stærð og að sársaukinn sem fylgi sé óbærilegur.