Tilkynnt um líkamsárás í miðbænum

Að minnsta kosti tveir ökumenn voru stöðvaðir í dag grunaðir …
Að minnsta kosti tveir ökumenn voru stöðvaðir í dag grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst í dag útkall vegna líkamsárásar í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Að minnsta kosti tveir ökumenn voru stöðvaðir í dag grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. 

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á bráðamóttöku Landspítala vegna einstaklings sem var þar til vandræða. 

Þá var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi liggjandi á götunni í hverfi 105. Sá var ósjálfbjarga og var vistaður í fangaklefa þar til að það rennur af honum.

Í Árbænum var tilkynnt um þjófnað í verslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert