Verðlaun veitt fyrir myndir ársins

Fréttaljósmynd ársins eftir Heiðu Helgadóttur. Mikill fjöldi menntskælinga mótmælti við …
Fréttaljósmynd ársins eftir Heiðu Helgadóttur. Mikill fjöldi menntskælinga mótmælti við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis og kröfðust breytinga á viðbrögðum í slíkum málum. Rökstuðningur dómnefndar: Myndin fangar stórt fréttamál ársins á mjög áhrifaríkan hátt þegar unga fólkið tók málin í sínar hendur og vildu breytingar, þau lýstu vegin og eldri kynslóðir fylgdu. Myndin túlkar þessa atburðarás á mjög myndrænan hátt. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Hörður Sveinsson tók í dag á móti verðlaunum fyrir mynd ársins. Blaðaljósmyndarafélag Íslands veitti í dag verðlaun í átta flokkum. Fréttaljósmynd ársins á Heiða Helgadóttir, ljósmyndari Stundarinnar. 

Hörður tók myndina af Hugrúnu Geirsdóttur að lesa fyrir dætur sína Heklu og Ingveldi.Umsögn dómnefndar um myndina: „Daglegt líf á Íslandi fangað í sinni tærustu mynd, falleg stund þar sem sumar sólin er bæði blessun og vandræði. Skíman er notuð til að lýsa bókina en verður litlum augum ofviða þegar skal festa svefn. Ljósmyndarinn fangar þetta fallega augnablik á nærgætin og fallegan hátt.“

Heiða hlaut einnig verðlaun fyrir portrett ársins og myndaröð ársins. 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, sem átti íþróttamynd ársins og umhverfismynd ársins og Hallur Karlsson sem átti mynd ársins í opnum flokki.

Verðlaunahafar við athöfnina í dag.
Verðlaunahafar við athöfnina í dag. mbl.is/Óttar

Á sýninguna Myndir ársins voru valdar 108 myndir frá 22 blaðaljósmyndurum og að auki voru valdar sigurmyndir í hverjum flokki. Dómnefndina í ár skipuðu John Moore, bandarískur verðlaunaljósmyndari sem starfar meðal annars fyrir Getty Image, en hann var formaður dómnefndar, Árni Torfason, Pjetur Sigurðsson, Haraldur Guðjónsson, Sigríður Ella Frímannsdóttir, Sigríður Kristín Birnudóttir og Íris Dögg Einarsdóttir.

Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Vilhelm Gunnarsson (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason, Hallur Karlsson, Hulda Margrét Óladóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Hægt að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

Sýningin verður opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 29. apríl til 27. maí 2023.

Mynd ársins eftir Hörð Sveinsson af Hugrúnu Geirsdóttur að lesa …
Mynd ársins eftir Hörð Sveinsson af Hugrúnu Geirsdóttur að lesa fyrir dætur sínar Heklu og Ingveldi. Rökstuðningur dómnefndar: Daglegt líf á Íslandi er fangað í sinni tærustu mynd, falleg stund þar sem sumar sólin er bæði blessun og vandræði. Skíman er notuð til að lýsa bókina en verður litlum augum ofviða þegar skal festa svefn. Ljósmyndarinn fangar þetta fallega augnablik á nærgætin og fallegan hátt. Ljósmynd/Hörður Sveinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert