Brutu lög með uppsögn konu í fæðingarorlofi

Í uppsagnarbréfinu kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið samdráttur …
Í uppsagnarbréfinu kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið samdráttur en fyrirtækið rifti ráðningarsamningi í uppsagnarfresti þar sem konan hafði ekki mætt til vinnu eftir fæðingarorlof. Ljósmynd/Colourbox

Verslunarkeðjan Mini Market braut jafnréttislög þegar konu í fæðingarorlofi var sagt upp. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Í mars 2022 kærði konan ákvörðun Mini Market um að segja henni upp í lok fæðingarorlofs og fyrir riftun á ráðningarsamningum.

Í uppsagnarbréfinu kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið samdráttur en fyrirtækið rifti ráðningarsamningi í uppsagnarfresti þar sem konan hafði ekki mætt til vinnu eftir fæðingarorlof.

Yngri kona ráðin í staðin

Konan bendir á að yngri kona hafi verið ráðin hennar í stað og að engum öðrum hafi verið sagt upp vegna ætlaðs samdráttar.

„Var [Mini Market] ekki talið hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en fæðingarorlof eða aðrar aðstæður tengdar barnsburði hefðu legið til grundvallar ákvörðun þess um að segja [konunni] upp störfum,“ segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Er því talið að Mini Market hafi gerst brotlegt um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, að mati nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert