Eldur um borð í báti í Sandgerðishöfn

Ljósmynd/Jóhann Ragnarsson

Eldur kviknaði um borð í báti í Sandgerðishöfn rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Ómar Ingimarsson, deildarstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Eldurinn kviknaði útfrá rafmagnstöflu í vélasal, en að sögn Ómars var ekki mikill eldur en töluvert um reyk. Enginn var um borð.

Ágætlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta, en útkall barst aftur í morgun vegna reyks í bátnum og var slökkvilið að störfum er mbl.is ræddi við Ómar um hálf átta í morgun.

Ljósmynd/Jóhann Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert