Hagræðingar skili nemendum ekki betra námi

Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mörgum spurningum ósvarað …
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mörgum spurningum ósvarað varðandi hagræðingu í framhaldsskólum. Ljósmynd/Aðsend

Guðjón Hreinn Hauks­son, formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara, seg­ir að fyr­ir­hugaðar hagræðing­ar í rekstri fram­halds­skóla muni ekki skila nem­end­um skól­anna betra námi.

Ný­lega skipaði Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, stýri­hóp um efl­ingu fram­halds­skóla.

Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema (SÍF) sagði í kjöl­farið að stefna stjórn­valda væri að sam­eina Tækni­skól­ann og Flens­borg­ar­skól­ann, og sam­eina Kvenna­skól­ann og Mennta­skól­ann við Sund. 

Í til­kynn­ingu frá kenn­ara­fé­lagi Kvenna­skól­ans í Reykja­vík er mót­mæl­t þeirri „aðför að far­sæld barna sem felst í þess­um áform­um“. 

„Þess­ar frétt­ir hafa skollið dá­lítið harka­lega á kenn­ur­um í land­inu og öllu skóla­fólki í fram­halds­skól­um,“ seg­ir Guðjón Hreinn í sam­tali við mbl.is.

„Þetta kem­ur bratt að og mörg­um spurn­ing­um er ósvarað.“

Risa­skól­ar í and­stöðu við mark­mið ráðuneyt­is

Full­trú­ar úr stjórn Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara munu funda með stýri­hópn­um á miðviku­dag.

„Til þess að fá betri upp­lýs­ing­ar frá þeim um hversu langt þau eru kom­in í þessu ferli og hvað stend­ur í raun og veru til,“ seg­ir Guðjón.

Á vef Stjórn­ar­ráðsins koma fram fyr­ir­ætlan­ir um ein­hvers kon­ar sam­ein­ing­ar átta fram­halds­skóla.

Guðjón seg­ir að ef mark­miðið sé að búa til risa­skóla þar sem hvert rými er full­nýtt sé það í and­stöðu við mark­mið mennta­málaráðuneyt­is­ins um að veita eins góðan stuðning og hægt er.

„Við erum alltaf að taka við fleiri nem­end­um sem þurfa sér­stak­an stuðning. Bæði fólk sem tal­ar ekki ís­lensku að móður­máli og starfs­brauta­nem­end­ur sem eiga við höml­un að stríða,“ seg­ir Guðjón.

Hann seg­ir ein­stak­lings­bundnu þjón­ust­una, sem er fyrsta þrep í þrepa­skipt­um stuðningi, skipta mestu máli.

Stytt­ing stúd­ents­náms van­hugsuð

Guðjón bend­ir á að stutt sé síðan nám í fram­halds­skóla var stytt úr fjór­um árum í þrjú og sé því starfs­fólk skól­anna viðbúið ýmsu.

Guðjón segir einstaklingsbundnu þjónustuna, sem er fyrsta þrep í þrepaskiptum …
Guðjón seg­ir ein­stak­lings­bundnu þjón­ust­una, sem er fyrsta þrep í þrepa­skipt­um stuðningi, skipta mestu máli. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Stór hluti starfs­fólks í skól­um og nem­enda sjálfra þykir þessi stytt­ing til stúd­ents­prófs hafa verið mjög van­hugsuð. Hvað þá ef að á að fara að gera enn frek­ari hagræðing­ar,“ seg­ir Guðjón.

Hann seg­ir stytt­ing­una hafa orðið til þess að auka álag í fram­halds­skól­um lands­ins og al­gengt sé að nem­end­ur helt­ist úr tóm­stund­um og íþrótt­um vegna álags í skól­un­um.

„Þess­ar hagræðing­ar eru ekki að fara að skila nem­end­um betra námi. Það er það sem við ótt­umst,“ seg­ir Guðjón.

Hafi áhrif á val nem­enda á skóla

Guðjón seg­ir inn­rit­un nem­enda fyr­ir haustið vera langt komna en henni ljúki í júní víðast hvar. 

„Það er al­veg viðbúið að þetta hafi tölu­verð áhrif á áætlan­ir nem­enda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert