„Við erum að gefa öllum tólf ára börnum á svæðinu svartar hettupeysur sem á stendur: Stopp einelti,“ segir Pétur Ragnar Pétursson vefhönnuður og leiðbeinandi hjá Samvinnu, atvinnuendurhæfingu hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Samvinna sér um námskeiðið, en það er úrræði á vegum VIRK. Stærstu bakhjarlarnir eru Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra, HS Veitur og Reykjanesbær.
„Í kennslunni erum við að vinna að nokkrum vöruþróunarverkefnum. Hugsunin er sú að verkefnin séu raunhæf og hópurinn fylgi þeim alla leið. Hópurinn kemur með einhverja hugmynd sem hann sameinast um og þau sjá að gæti nýst samfélaginu til góða. Það varð ofan á að búa til svona peysur til að vekja athygli á einelti og sporna við því. Fólki fannst einelti allt of ríkjandi hérna á svæðinu.“
Talið er að um 20% skólabarna verði fyrir einelti, hvort sem það er stríðni, neteinelti, útilokun eða annað.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.