Málið í „góðu og opnu ferli“

Talsvert hefur verið fjallað um hina umdeildu bókun við EES-samninginn …
Talsvert hefur verið fjallað um hina umdeildu bókun við EES-samninginn og frumvarp um forgang EES-réttar á landsrétt. mbl.is/AM

„Stjórnarfrumvarp um bókun 35 var ekki á dagskrá þingfundar utanríkismálanefndar [á föstudag] og hafði aldrei verið sett á dagskrá,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, varaformaður utanríkismálanefndar.

Hann vísar því alfarið á bug sem fram hafi komið í Morgunblaðinu í vikunni, að hafa reynt að hraða afgreiðslu nefndarinnar um bókun 35 í frumvarpi utanríkisráðherra. Formaður nefndarinnar, Bjarni Jónsson, var fjarverandi í vikunni vegna funda erlendis.

Njáll Trausti segir að sl. miðvikudag hafi verið hefðbundinn nefndardagur hjá utanríkismálanefnd, eins og venja er alla miðvikudaga.

„Það sem var á dagskrá þann dag var að fá kynningu starfshóps á vegum utanríkisþjónustunnar um EES og bókun 35. Það náðist ekki á fundinum mánudeginum á undan vegna fjarveru formanns starfshópsins.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert