Þó sumarið hafi komið formlega fyrr í apríl er enn hægt að skíða víða á landinu, þar á meðal á skíðasvæði Þjótanda við Hurðabaksveg í Flóahreppi.
Ungmennafélagið vakti athygli á góðu skíðafæri á samfélagsmiðlum í dag. Skíðafærið er fínt, heiðskýrt og logn.
Það er því ekkert því til fyrirstöðu að skíðafólk rífi fram skíðin og drífi sig af stað, enda bjart fram undir miðnætti. Það er því vel hægt að skíða með bros á vör inn í maímánuð.