Þristurinn ekki í loftið í sumar

Komið er að viðhaldi á þristinum. Í ár eru liðin …
Komið er að viðhaldi á þristinum. Í ár eru liðin 80 ár frá því að vélin kom til landsins á vegum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Theodór Þórðarson

Ljóst er að Douglas DC-3-flugvélin Páll Sveinsson fer ekki í loftið í sumar og verður þetta fjórða sumarið sem hún situr föst á jörðu niðri. Vélin er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og dregur þar að sér athygli sýningargesta.

Kominn er tími á skoðun og viðhald á annarri loftskrúfu …
Kominn er tími á skoðun og viðhald á annarri loftskrúfu flugvélarinnar og ef til vill báðum og kaupa þarf slökkviflöskur fyrir annan mótorinn, að sögn Tómasar. Verður að taka hlutina af og senda til Hollands. Einnig þarf að þjálfa flugmenn og flugvirkja.Tómas á von á því að félagið þurfi hátt í 15 milljónir í þetta verkefni. mbl.is/RAX

Komið er að miklu viðhaldi á Páli sem ekki hefur verið hægt að sinna síðustu ár. Stjórn Þristavinafélagins reyndi fyrir ári að afla fjármagns til viðgerða til að koma vélinni í loftið en tókst ekki.

Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, segir mikilvægt að koma vélinni í flughæft ástand og fljúga henni. „Nei, hún er ekki að grotna niður. Hún er í góðri geymslu í Flugsafni Íslands á Akureyri og er þar til sýnis. Það er hins vegar vont þegar flugvélar og önnur tæki sem eiga að snúast standa lengi óhreyfð. Það tekur lengri tíma að koma þeim í gang og allskonar kvillar geta komið fram.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 27. apríl. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert