Tólf manns börðust við sinueld

Einn hektari var brunninn er útkallið barst.
Einn hektari var brunninn er útkallið barst. mbl.is/Árni Sæberg

„Klukkan 13:55 kemur útkall og þá var brunninn um einn hektari. Eldurinn hefur mjög greinilega byrjað hér í túni við bæinn og fer svo upp að þessari skemmu og heldur svo áfram hér upp hlíðina þar sem er mjög mikill gróður og erfiður,“ segir Benedikt Logi Hjartarson Kjerúlf, varðstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, um sinueld við bæinn Dali í Hjaltastaðaþinghá sem nú hefur verið slökktur.

Kveður hann alls tólf manns hafa barist við eldinn er mest var, hvort tveggja með vatni og sinuklöppum svonefnum. „Eldurinn breiddist mjög hratt hérna upp með hlíðinni og við óttuðumst mjög að hann færi í skóginn hér fyrir ofan en tókst að afstýra því,“ segir Benedikt og bætir því við að eldurinn hafi einnig farið nærri geymsluhúsi en ekki náð að læsa sig í það.

Hann segir ekkert ljóst um upptök sinubrunans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert