Verktakar höfða einkamál á hendur eiganda Torgs

Út­gáfu Frétta­blaðsins var hætt í mars.
Út­gáfu Frétta­blaðsins var hætt í mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátt í 20 verktakar sem störfuðu á hjá Torgi, útgefanda Fréttablaðsins og fleiri miðla, hafa undirbúið höfðun einkamáls á hendur aðaleiganda og framkvæmdastjóra Torgs ehf.

Þetta kemur fram í bréfi sem Karl Th. Birgisson, sem ritaði lengi pistla í Fréttablaðið, birti á Facebook-síðu sinni. 

Bréfið verður sent til til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á morgun, verkalýðsdaginn.

Einkamálið er byggt á grein laga um gjaldþrotaskipti þar sem segir að eigendur/stjórnendur félags beri persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært.

Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir í bréfinu.

Hótunarbréf

Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig. Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi.

Þá segir að eigendur og framkvæmdastjóri megi gjarnan líta á bréfið sem eins konar hótun.

Framkoma ykkar gagnvart þessu fólki var ekki bara siðlaus. Hún er ólögleg líka. En við viljum gefa ykkur kost á að breyta rétt áður en til málaferla kemur.“

Uppfært 1. maí klukkan 9.11:

Stefnan er ekki á hendur Torgi ehf. eins og hér hafði komið fram, heldur einkamál á hendur aðaleiganda þess og framkvæmdastjóra, að sögn Karls Th. Birgissonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka