Viðbrögð meirihlutans ósamstíga

„Ég sé ekki alveg hvernig meirihlutinn ætlar að ná saman um aðgerðir í þessu árferði,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Viðbrögð, oddvita flokkanna sem mynda meirihlutann í borgarstjórn, við erfiðri fjárhagsstöðu borgarinnar bendi til ósamstöðu borgarstjórnar.  

Hildur kom ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í sérstakan aukaþátt af Dagmálum þar sem fjármál borgarinnar voru til umræðu. Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon fóru yfir stöðuna sem kynnt var í vikunni en rekstr­ar­halli borg­ar­inn­ar nem­ur 15,6 millj­örðum vegna árs­ins 2022, en fyrri áætl­un hafði gert ráð fyr­ir 2,8 millj­arða halla.  

Í klippunni bendir Hildur á að viðbrögð Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar og Einars Þorsteinssonar Framsóknarmanns hafi verið ólík þeim sem orðum sem Dagur hafi látið falla vegna mögulegra viðbragða við stöðunni. 

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert