„Afdrifaríkt símtal og ég hef ekki stoppað síðan“

Hjólreiðakona Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjólreiðakona Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Und­an­far­in ár hef­ur hjóla­sportið verið í mik­illi upp­bygg­ingu á Ak­ur­eyri og ekki síst í kvenna­hjól­reiðum. Ein af þeim sem hef­ur verið burðarás­inn í því norðan heiða er Haf­dís Sig­urðardótt­ir hjá Hjól­reiðafé­lagi Ak­ur­eyr­ar, en hún er einnig þekkt sem ein þeirra sem eru á bak við hóp­inn Ak­ur­eyr­ar­dæt­ur. Haf­dís er nú­ver­andi Íslands­meist­ari og bikar­meist­ari í bæði götu­hjól­reiðum og tíma­töku. Þótt Haf­dís hafi alla tíð verið mikið í íþrótt­um og komið af íþrótta­heim­ili var ekki alltaf aug­ljóst að hún myndi leggja hjól­reiðar fyr­ir sig. Var það reynd­ar ekki fyrr en hún fékk óvænt sím­tal fyr­ir átta árum síðan að bolt­inn fór al­menni­lega að rúlla og í dag snýst dag­legt líf að stór­um hluta í kring­um hjólið og allt sem því teng­ist.

Haf­dís er fædd og upp­al­in á Ak­ur­eyri og hef­ur búið þar alla tíð fyr­ir utan fjög­ur ár fyr­ir sunn­an þegar hún lagði stund á há­skóla­nám. Eins og fyrr seg­ir sner­ist fjöl­skyldu­lífið mikið um íþrótt­ir, en Haf­dís rifjar upp að bæði mamma henn­ar og fóst­urpabbi hafi verið í fót­bolta auk þess sem systkini henn­ar og stór­fjöl­skylda svo gott sem öll voru á fullu í allskon­ar bolta­sporti. „En ég tók u-beygju og fór í sundið,“ seg­ir Haf­dís sem varði barna- og unglings­ár­un­um í sund­laug­inni. „Ég segi oft að ég sé alin upp í sund­laug­inni við að horfa á blá­an botn­inn,“ en Haf­dís seg­ir að sú reynsla hjálpi oft mikið til við and­lega þátt­inn hjól­reiðunum þar sem hjól­reiðar kalli oft á að halda fókus í lang­an tíma.

Hún hætti þó sjálf að æfa sund, en en var alltaf að kenna það fyr­ir norðan og er í dag með sund­nám­skeið fyr­ir 1-5 ára börn sem hún hef­ur verið með í tæp­lega 20 ár. Sam­hliða því að þjálfa er hún þó í allskon­ar æf­ing­um og keppn­is­skapið er klár­lega til staðar. „Þegar ég hætti í sund­inu fer ég í rækt­ina, en er samt alltaf að keppa. Tek þátt í Þrek­meist­ar­an­um og allt sem ég geri þá er ég alltaf mætt í keppn­ir,“ seg­ir hún hlægj­andi. „Ég var til dæm­is dreg­in í kraft­lyft­inga­mót af ein­hverj­um þjálf­ara og sagði bara já já.“

Árið 2010 flyt­ur hún suður í nám og kláraði BS í íþrótta­fræði, diplóma í lýðheilsu og meist­ara­nám í mennt­un­ar­fæðum. Haf­dís seg­ir að á þess­um tíma hafi hún alltaf stundað ein­hverja heilsu­rækt, en árið 2013 skráði hún sig í þríþraut­ar­hóp hjá Kar­eni Ax­els­dótt­ur og Vigni XXXXXXXX. „Ég kaupi þá mitt fyrsta hjól og keppi í þríþraut þarna um sum­arið,“ seg­ir hún. Ári seinna eign­ast hún hins veg­ar dótt­ur sína og hætt­ir í þríþraut og er tak­markað að hjóla eða hlaupa. Rifjar hún einnig upp að á þeim tíma hafi mjög fáir verið að hjóla fyr­ir norðan og hún hafi bara vitað um eina aðra konu sem var að hjóla eitt­hvað af viti í bæn­um.

Allt breytt­ist þó nokkuð óvænt sum­arið eft­ir, árið 2015, þegar hún var í fæðing­ar­or­lofi og fékk sím­tal frá Frey­dísi Hebu Kon­ráðsdótt­ur. „Hún biður mig um að koma með í Wow cyclot­hon eft­ir tvo daga. Hún hélt að hún væri að hringja í aðra Haf­dísi, en ég á al­nöfnu hér á Ak­ur­eyri sem er í frjáls­um íþrótt­um. Ég ákvað að slá bara til,“ seg­ir Haf­dís um upp­hafið af þeim mikla hjóla­áhuga sem fylgdi í kjöl­farið. „Ég fann pöss­un og kynnt­ist svo nýju fólki og ferðalag okk­ar Frey­dís­ar byrjaði þarna,“ seg­ir hún og bæt­ir við: „Þetta var mjög af­drifa­ríkt sím­tal og ég hef ekki stoppað síðan í hjóla­stússi.“ Hafa þær hafa síðan verið sam­stíga í fjöl­mörgu hjóla­tengdu og upp­bygg­ingu íþrótt­ar­inn­ar á Ak­ur­eyri.

Haf­dís fór eft­ir þetta að hjóla sér til skemmt­un­ar og taka þátt í ein­hverj­um keppn­um á Norður­landi, en var sam­hliða því einnig að hlaupa eitt­hvað. Hún eign­ast svo seinna barn sitt sum­arið 2016. Hjóla­áhug­inn kraumaði enn und­ir niðri og þær Frey­dís ákváðu um vet­ur­inn 2017/​18 að setja sam­an kvennalið í cyclot­honið fyr­ir kom­andi sum­ar og var það skráð und­ir merkj­um Ak­ur­eyra­dætra.

Þær héldu kynn­ing­ar­fund fyr­ir verk­efnið og létu frétt­ast um bæ­inn að þetta stæði til. Haf­dís seg­ir að auk þeirra hafi átta sæti verið laus og þau fyllt­ust um leið þarna í kring­um ára­mót­in. „All­ar ætluðu að æfa vel fyr­ir þetta og marg­ar voru að fara vel út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann.“ Þá seg­ir hún að þær hafi viljað gera hlut­ina frá A-Ö og þannig hafi til dæm­is ein þeirra tekið að sér að smíða kerr­una und­ir hjól­in frá grunni. „Þetta var skemmti­legt verk­efni sem við höf­um haldið á lofti síðan þótt það hafi verið á öðrum vett­vangi en í cyclot­hon­inu. All­ar kon­ur að hjóla á Ak­ur­eyri mega vera Ak­ur­eyr­ar­dæt­ur.“ Seg­ir hún þær Frey­dísi vera að reyna að slíta sig aðeins frá þessu verk­efni þannig að aðrar geti tekið við kefl­inu, en und­ir þess­um merkj­um er til dæm­is farið í sam­hjól og reynt að hvetja kon­ur til að hjóla sam­an. „Þetta er allt ann­ar heim­ur en þegar ég byrjaði fyr­ir rúm­lega fimm árum,“ seg­ir Haf­dís hlægj­andi og er greini­lega sátt hversu mik­il þróun hef­ur orðið í kvenn­hjól­reiðum fyr­ir norðan á stutt­um tíma.

Á þess­um tíma bætt­ist einnig Silja Rún­ars­dótt­ir í hóp­inn með Frey­dísi og Haf­dísi og fóru þær að hjóla með hópi með rúm­lega 50 ára körl­um. Seg­ir hún „þá gömlu“ eiga góðan þátt í formi þeirra þriggja þar sem þær hafi verið pínd­ar áfram á þess­um tíma.

Þær þrjár ákváðu um mitt sum­arið 2018 að þær vildu leggja meiri áherslu á keppn­ir og taka skrefið lengra. Töluðu þær við Ingvar Ómars­son, marg­fald­an Íslands­meist­ara í hjól­reiðum, og fengu hann til að verða þjálf­ar­ann sinn. Hef­ur hann all­ar göt­ur síðar þjálfað Haf­dísi.

Settu þær upp það plan að mæta í öll bikar­mót árið 2019 sem og Íslands­mótið. „Og þá var ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Haf­dís. Rifjar hún upp að það hafi verið ákveðin skuld­bind­ing að taka þetta skref, en á sama tíma hafi þetta verið mjög skemmti­legt og þær all­ar þrjár ferðast sam­an á keppn­irn­ar fyr­ir sunna. „Þetta var í raun vin­konu­helgi og hús­mæðra­or­lof þegar maður fór á keppn­ir,“ seg­ir Haf­dís glöð í bragði. „Það var auðvitað hell­ings vinna í kring­um þessi ferðalög, en þau gáfu ótrú­lega mikið.“

Æfinga­álagið var nokkuð bratt til að byrja með og rifjar hún upp að hafa sopið hvelj­ur þegar þær sáu fyrstu drög að æf­ingaplani sem Ingvar sendi á þær. „Hvernig átti ég að koma þessu fyr­ir í dag­skránni? Ég var í 100% vinnu og með tvö ung börn og allt tengt því.“ Niðurstaðan var að reyna að koma þessu fyr­ir snemma dags. „Á þess­um tíma æfði ég alla morgna og svo fór maður að stilla vekj­ara­klukk­una aðeins fyrr til að ná aðeins fleiri mín­út­um.“

Formið fór sam­hliða fleiri og skipu­lögðum æf­ing­um hratt upp á við og hápunkt­ur sum­ars­ins var þriðja sætið á Íslands­mót­inu í Skagaf­irði. Eft­ir sum­arið voru þær all­ar staðráðnar að halda áfram og var aft­ur sett vel inn í æf­inga­bank­ann um vet­ur­inn. Kepptu þær all­ar sam­an far­ald­ursárið 2020 og náði Haf­dís fjór­um sinn­um öðru sæti á bikar­mót­um en varð aft­ur í þriðja á Íslands­mót­inu á eft­ir Ágústu Eddu Björns­dótt­ur og Bríeti Kri­stý Gunn­ars­dótt­ur.

Árið 2021 ákveður Frey­dís að hægja á en Haf­dís og Silja Rún­ars. héldu áfram á fullu og seg­ir Haf­dís það hafa skipt miklu að hafa ein­hvern með sér til að halda sér við efnið og ekki síður þegar það eru henn­ar bestu vin­kon­ur. Hún ákveður hins veg­ar að endur­orða þessa lýs­ingu. „Þær eru ekki bara vin­kon­ur, held­ur eins og fjöl­skyld­ur, það er þannig sam­gang­ur á milli hjá okk­ur,“ seg­ir Haf­dís.

Um mitt þetta ár ákveður svo önn­ur Ak­ur­eyr­ar­dótt­ir, Silja Jó­hann­es­dótt­ir, að stíga upp og færa sig úr B-flokki, þar sem hún hafði náð góðum ár­angri, og færa sig á miðju tíma­bili yfir í Elite-flokk­inn. Hafði Haf­dís þá þegar náð sín­um fyrsta sigri í Elite-flokki á Reykja­nes­mót­inu og bætti síðar á ár­inu við sigri í tíma­töku­móti. Á Íslands­mót­inu endaði hún í öðru sæti, á eft­ir Silju Jóh. Sem var aðeins í sinni ann­arri keppni í Elite-flokki.

Þetta ár var þó ekki stór­áfalla­laust fyr­ir Haf­dísi því hún slasaðist í krassi í Reykja­nes­mót­inu þó hún hafi náð að sigra mótið. Var hún með rif­inn liðbönd, en mætti samt á keppn­is­línu tveim­ur vik­um síðar. Viður­kenn­ir Haf­dís að þetta sum­ar hafi verið mjög krefj­andi and­lega og fyr­ir heim­ilið. Þannig hafi hún verið nokkuð mikið verkjuð og mikið í sjúkraþjálf­un og svo hafi hún tapað Íslands­meist­ara­titl­in­um eft­ir mikl­ar æf­ing­ar um vet­ur­inn. „Sum­arið kenndi mér ótrú­lega margt um mót­læti.“

Í fyrra var svo árið þar sem Haf­dís náði langþráðum draumi og tók loks Íslands­meist­ara­titil­inn, auk þess að sigra tvö önn­ur bikar­mót. Þá var hún einnig kom­in af stað al­menni­lega í tíma­töku á tíma­töku­hjóli og sigraði hún all­ar keppn­ir árs­ins þar, bæði í bik­ar og Íslands­mótið.

Íslands­mótið gekk þó ekki stór­áfalla­laust fyr­ir sig, því hálf­tíma fyr­ir ræs­ingu upp­götvaði hún að ekk­ert raf­magn var á gír­un­um. Sem bet­ur fer reddaðist hleðslu­tæki, en það varð til þess að hún mætti tveim­ur mín­út­um fyr­ir ræs­ingu og ekki búin að hita upp, en þenn­an dag var veðrið frek­ar ógeðslegt og mik­ill mótvind­ur fyrri hluta keppn­inn­ar. Endaði hún með að slíta frá aðal­hópn­um með Ágústu og Silju Rún­ars. og svo að slíta frá þeim í aðal­brekk­unni þar sem hún gaf allt í botn. Dugði það til þess að hún náði að hjóla ein í mark á Mý­vatni.

Auk þeirra fjög­urra hef­ur sú fimmta frá Ak­ur­eyri einnig verið að taka þátt í Elite-flokki, en það er Sól­ey Kjer­úlf Svans­dótt­ir. Hins veg­ar voru þær Haf­dís og Silja Jóh. ekki liðsfé­lag­ar síðasta sum­ar, þar sem Silja keppti með Cube-liðinu. Spurð um þetta seg­ir Haf­dís skýr­ing­una eðli­lega. „Við erum báðar með jafn mikið keppn­is­skap og þá get­ur verið erfitt að vera liðsfé­lag­ar,“ seg­ir hún en bæt­ir því við að þær hjóli nú samt reglu­lega sam­ana fyr­ir norðan. Þetta get­ur hins veg­ar verið staðan þegar um liðsíþrótt er að ræða, sem jafn­framt er líka ein­stak­lingsíþrótt.

Síðustu þrjú ár hafa þó ekki bara verið keppn­ir hér heima hjá Haf­dísi, því hún var ein þeirra sem keppti á HM í Imola á Ítal­íu árið 2020 og svo EM í Trento á Ítal­íu árið 2021 og EM í Münich í fyrra. Hún seg­ir þess­ar keppn­ir hafa verið rosa­lega upp­lif­un og skemmti­legt að fá þessi tæki­færi. Rifjar hún upp að þegar hún fékk sím­tal og var spurð fyrst um að koma til Imola hafi hún ekki einu sinni hugsað sig um eða rætt við mann­inn sinn eða at­hugað með vinn­una. „Ég sagðist bara ætla að fara, maður veit ekki hversu oft maður fær svona tæki­færi.“

Hún viður­kenn­ir að keppn­ir sem þess­ar séu rosa­leg brekka og að þó að hún og ís­lensku stelp­urn­ar hafi verið langt frá því að keppa um ein­hver verðlauna­sæti sé þetta kveikj­an að því að vilja gera bet­ur og ná lengra.

Þegar Haf­dís og Ak­ur­eyr­ar­dæt­urn­ar byrjuðu að mæta í Elite-keppn­irn­ar var Ágústa Edda sú sem var með höfuð og herðar yfir aðrar í kvenna­keppn­un­um í götu­hjól­reiðum. Haf­dís seg­ir það hafa kveikt í keppn­is­skap­inu í sér og hún hafi frá upp­hafi alltaf stefnt að því að ná að verða betri en Ágústa. „Hún er al­gjör fyr­ir­mynd í sport­inu. Hún er ekki 20 ára og svo er hún með þrjú börn þannig að ég sagði við mig að ég gæti þetta líka og það var rosa­lega mik­il viður­kenn­ing að sigra hana í fyrsta skiptið,“ seg­ir Haf­dís. „Hún er stór ástæða af hverju kvenna­flokk­ur­inn er á þeim stað sem hann er á í dag.“

Rifjar Haf­dís upp að í fyrstu keppn­un­um sem Ak­ur­eyr­ar­dæt­ur mættu virki­lega til­bún­ar til keppni hafi þær hjólað með Ágústu og fleir­um til að byrja með, en svo hafi Ágústa í raun bara getað ákveðið hvenær hún vildi skilja aðra eft­ir. „Það varð svo stórt stökk þegar við gát­um virki­lega farið að keppa við hana og halda í við hana,“ seg­ir Haf­dís. Þannig minn­ist hún á Skjálf­anda­mótið þegar hjólað var frá Ak­ur­eyri á Húsa­vík, en þá ræstu kon­ur í Elite með körl­um í B-flokki. Þegar komið var upp Vík­ur­skarðið voru þær Ágústa einu kon­urn­ar í fremsta hópi. „Mér fannst ég hafa sigrað mótið að kom­ast þar upp með henni,“ seg­ir Haf­dís hlægj­andi.

Þegar Ak­ur­eyr­ar­dæt­ur voru svo þrjár og gátu þannig komið með liðataktík á móti Ágústu, sem einnig var með Bríeti í liði, fóru keppn­ir að breyt­ast að sögn Haf­dís­ar. „Við hlægj­um að sumu í dag sem við prófuðum, en maður prófaði sig áfram og gerði vit­leys­ur.“ Minn­ist hún sér­stak­lega á að ljóst hafi verið að Ágústa vildi fjölga kon­um á efsta stigi og að hún og fleiri hafi reglu­lega fengið hrós frá Ágústu sem skilaði sér vel sem hvatn­ing til síðari tíma.

Ágústa slasaðist svo árið 2021 og missti af nokkr­um keppn­um. Þar sem Ágústa hafði verið ákveðinn stjórn­andi í kvenna­hópn­um seg­ir Haf­dís að í þeim keppn­um hafi mikið breyst og þær hinar hafi farið að prófa allskon­ar hluti sem þær þorðu ekki áður. Síðan hafi það hald­ist og nú sé til staðar sjálfs­traust hjá fleir­um til að prófa ýms­ar út­færsl­ur og árás­ir og fleira.

Þó tíma­taka hafi ekki alltaf verið á radarn­um hjá Haf­dísi seg­ir hún að sinn helsti styrk­leiki sé út­hald í lengri tíma, eitt­hvað sem komi frá þeim tíma sem hún var að synda lengri vega­lengd­ir í sundi. „Allt und­ir 20 sek­únd­ur er leiðin­legt fyr­ir mig,“ seg­ir hún hlægj­andi. Spurð hvort hún ætli þá að setja auk­inn fókus á tíma­töku og jafn­vel lengri keppn­ir eins og mal­ar­keppn­is seg­ir hún að hún sé alltaf mjög spennt fyr­ir tíma­töku. „Þetta er svo mik­il keppni við sjálf­an þig og haus­inn. Mér finnst þetta mjög skemmti­leg og ligg­ur al­veg fyr­ir mér.“ Ætlar hún að mæta í öll tíma­töku­mót árs­ins sem og götu­hjól­reiðamót.

Varðandi möl­ina er hins veg­ar smá vanda­mál. „Ég er al­gjör mal­biks­rotta og hef varla hjólað á öðru en mal­biki.“ Hún seg­ist hins veg­ar hafa fengið sér mal­ar­hjól í haust og aðeins verið að prófa það. Hún seg­ir vega­lengd­ina heilla mikið í mal­ar­keppn­um og að hún ætli alla­vega að prófa það í Rift­inu í sum­ar.

Þegar komið er í efsta styrk­leika­flokk í hjól­reiðum kall­ar það á mik­inn tíma í æf­ing­ar. Haf­dís seg­ist sjálf verja um 12 til 16 klukku­stund­um á viku í æf­ing­ar en svo bæt­ast við teygj­ur og rúlluæf­ing­ar. Þá hafi hún farið þrjár vik­ur er­lend­is að hjóla í vet­ur og vor og þar varði hún um 35 klukku­stund­um hverja viku á hjól­inu.

Til að púsla þessu öllu sam­an hef­ur Haf­dís þurft að breyta til í sínu lífi, en þegar hún hóf hjól­reiðar kenndi hún í grunn­skóla í fullri vinnu. Það passaði illa með æf­ing­um og að sjá um heim­ili og börn. Seg­ist hún nú vera í pásu frá kennsl­unni, en í staðinn hef­ur hún verið með ým­isskon­ar þjálf­un, bæði í lík­ams­rækt­ar­stöð og í fjarþjálf­un. Þá opnaði hún ásamt Frey­dísi vef­versl­un­ina pe­dal.is sem sér­hæf­ir sig í hjól­reiðafatnaði fyr­ir kon­ur.

Haf­dís þakk­ar einnig fjöl­skyld­unni fyr­ir að geta staðið í þessu. „Ég væri aldrei að æfa eins og ég er að gera og mæta í keppn­ir og ferðir erelnd­is nema ég væri með brjálað stuðningsnet frá for­eldr­um og systkin­um.“ Nefn­ir hún að bæði börn­in henn­ar æfi þrjár íþrótt­ir og maður­inn henn­ar vinni einnig mikið. Þá hjálpi til að tvö systkina henn­ar og móðir búi í sama hverfi og hún á Ak­ur­eyri.

Seg­ir hún al­veg ljóst að hún nái ekki öllu því sem hún vildi gera með börn­un­um, en hún horfi á það þannig að hún sé að vera góð fyr­ir­mynd fyr­ir þau þannig að þau sjái hversu langt þau geti náð, „jafn­vel fram eft­ir aldri.“ Þrátt fyr­ir þau orð seg­ir hún lífið að miklu leyti snú­ast um æf­ing­ar barn­anna, sín­ar eig­in æf­ing­ar og að fylgj­ast með íþróttaviðburðum, en beint eft­ir viðtalið var hún ein­mitt á leið upp í Hlíðarfjall með börn­in á Andrés­ar And­ar leik­ana. Fyr­ir utan tíma með fjöl­skyld­unni seg­ist hún einnig ekki finn­ast hún vera að fórna neinu fyr­ir tím­ann á hjól­inu. „Mér finnst þetta langt um skemmti­leg­ast og ég þoli ekki orðið fórna. Ég er ekki að fórna neinu fyr­ir mig per­sónu­lega, hvort sem það er djammið eða ut­an­lands­ferði, ég vel hjólið frek­ar,“ seg­ir Haf­dís að lok­um.

Hjólreiðakona Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjól­reiðakona Merk­ing: Morg­un­blaðið/​Krist­inn Magnús­son Morg­un­blaðið/​Krist­inn Magnús­son
Hjólreiðakona Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjól­reiðakona Merk­ing: Morg­un­blaðið/​Krist­inn Magnús­son Morg­un­blaðið/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert