Í dag er spáð bjartviðri um sunnanvert landið fram á kvöld, en svo þykknar heldur upp og líkur eru þá á stöku skúrum eða éljum.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að í dag verði norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en á Breiðafirði og Vestfjörðum verður norðaustan 8-13 m/s.
Norðan til verður éljagangur en þar dregur heldur úr ofankomu í kvöld.
Hiti verður á bilinu 0 til 9 stig.
Á morgun og fram yfir miðja viku verður suðaustan stinningskaldi með suðurströndinni en annars fremur hæg breytileg átt. Skúrir verða á víð og dreif, en minnkandi él norðan til.