Eldurinn breiðst út í aðra byggingu

Enn logar í samliggjandi byggingu við gamla slippinn í Hafnarfirði.
Enn logar í samliggjandi byggingu við gamla slippinn í Hafnarfirði. Ljósmynd/Eva Björk

Eldurinn sem kviknaði í Drafnarslipp við Hafnarfjarðarhöfn hefur breiðst út í samliggjandi byggingu við slippinn. Slippurinn er að hruni kominn að sögn sjónarvotts. 

Eldur kviknaði í Drafnarslipp á níunda tímanum í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað til. 

Sam­kvæmt blaðamanni mbl.is eru lög­reglu­bíl­ar og sjúkra­bíl­ar á svæðinu auk slökkvi­bíla en Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í samtali við mbl.is fyrr í kvöld ekki hafa heyrt af því að slys hafi orðið á fólki. Slökkvistörf hafi gengið vel og unnið verði á vett­vangi fram ­eft­ir kvöldi.

Eldurinn hefur læst klóm sínum í samliggjandi byggingu.
Eldurinn hefur læst klóm sínum í samliggjandi byggingu. Ljósmynd/Eva Björk
Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert