Er ekki eitthvað „hókus pókus“

Dagur B. Eggertsson varði ákvarðanir sínar sem borgarstjóri af mikilli festu í Dagmálasettinu í sérstökum aukaþætti sem birtur var á laugardag. Hart hefur verið sótt að honum í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar en hann hefur fulla trú á að það náist að rétta úr stöðunni.

Í myndskeiðinu svarar Dagur spurningum Stefáns Einars Stefánssonar og Andrésar Magnússonar um stöðuna en rekstr­ar­halli borg­ar­inn­ar nem­ur 15,6 millj­örðum vegna árs­ins 2022 en fyrri áætl­un hafði gert ráð fyr­ir 2,8 millj­arða halla.  

„Pólitíska umræðan um fjármálin er stundum þannig að fólk lætur eins og það séu einhverjar töfralausnir,“ sagði Dagur og hélt áfram. „Þú ræður ekki alltaf ytra umhverfinu en þú ræður hvernig þú bregst við og þú verður að gera það af ábyrgð. Þú verður að fá starfsfólkið með þér. Þú verður að tala fyrir raunhæfum lausnum en ekki láta eins og þetta sé eitthvað hókus pókus.“ 

Stærstu  ástæðurnar fyrir þessum mikla halla hefur hann sagt vera tengdar Covid-faraldrinum og málefnum fatlaðra þar sem ríki styðji ekki nægilega við sveitarfélögin. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert