Maðurinn sem féll í klettum við Kleifarvatn um þrjúleytið í nótt féll niður 20 metra.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.
Þar segir að maðurinn hafi verið með meðvitund þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á staðinn.
Maðurinn var „staddur töluvert upp í hlíðinni svo það þurfti að bera hann smá spöl niður þar sem hann að lokum komst í sjúkrabíl“.
Í færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun sagði að maðurinn hafi reynst töluvert lemstraður og hafi verið grunur um að hann væri með höfuðáverka.
Aðgerðum lauk um klukkan 5 í nótt.