Fólkið fái heimilislækni

Oddur Steinarsson, varaformaður Læknafélags Íslands og framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjusandi …
Oddur Steinarsson, varaformaður Læknafélags Íslands og framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjusandi í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikilvægt er að bæta aðgengi almennings að heilsugæslunni og tryggja jafnframt að fólk hafi skráðan heimilislækni. Enda þó svo allir geti leitað á heilsugæslustöðvar og fengið þar þjónustu hefur aðeins tæpur helmingur einstaklinga skráðan lækni samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum Íslands og úr því þarf að bæta, segir Oddur Steinarsson, varaformaður Læknafélags Íslands og framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjusandi í Reykjavík.

„Þótt yfir 95% Norðmanna séu með skráðan lækni hafa þeir töluverðar áhyggjur af þeim 200 þúsund manns sem vantar lækni þar. Í Noregi var nýlega gerð stór rannsókn sem sýnir að þegar læknir þekkir sína skjólstæðinga lækkar tíðni bráðainnlagna á sjúkrahús um nær 30% og dánartíðni minnkar. Þetta eru staðreyndir sem heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Efling heilsugæslunnar er afar mikilvægt verkefni,“ segir Oddur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert