Fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu

Einstaklingur var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að tilkynnt hafði verið um manninn sem var ölvaður og hélt vöku fyrir nágrönnum með hávaða í sameign.

Lögregla ræddi ítrekað við manninn og sagt honum að láta af hegðun sinni, sem hann gerði ekki. Hann var því vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert