Dýrari rafhlaupahjól en ódýrari rafmagnshjól og reiðhjól

Mörg slys á rafhlaupahjólum Slys að næturlagi Fimm tilkynningar um …
Mörg slys á rafhlaupahjólum Slys að næturlagi Fimm tilkynningar um slys á fólki sem féll af rafhlaupahjólum bárust. Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Inn­flutn­ing­ur á raf­magns­reiðhjól­um held­ur áfram að aukast nokkuð nokkuð jafnt og þétt og voru í fyrra flutt inn tæp­lega 7.000 slík hjól og hef­ur fjöldi þeirra auk­ist um 85% á tveim­ur árum. Á sama tíma hef­ur fjöldi hefðbund­inna reiðhjóla staðið nokkuð í stað og hef­ur verið tæp­lega 17.000 und­an­far­in þrjú ár. Hafði fjöld­inn þó náð há­marki árið 2017 þegar flutt voru inn rúm­lega 24.700 heðbund­in reiðhjól. Þegar raf­magns­reiðhjól og hefðbund­in hjól eru tek­in sam­an var árið í fyrra engu að síður næst stærsta árið í fjölda inn­fluttra reiðhjóla frá upp­hafi. Þetta er meðal þess sem sjá má á inn­flutn­ingstöl­um Hag­stof­unn­ar fyr­ir síðasta ár.

Raf­magns­hlaupa­hjól komu inn með hvelli á ís­lensk­an markað árið 2020, en þá voru sam­tals 19.579 slík hjól flutt til lands­ins. Til að setja þá tölu í sam­hengi voru raf­magns­hlaupa­hjól og raf­magns­reiðhjól fyr­ir þann tíma flokkuð í sama tolla­flokk og var sam­eig­in­leg­ur fjöldi inn­fluttra slíkra tækja 5.426 tals­ins. Ári síðar var fjöldi raf­magns­reiðhjóla 3.740 og því ljóst að fjöldi raf­magns­hlaupa­hjóla marg­faldaðist þetta ár, 2020.

Síðan þá hef­ur fjöldi inn­fluttra raf­magns­hlaupa­hjóla dreg­ist nokkuð sam­an. Árið 2021 voru flutt inn 7.846 slík hlaupa­hjól og í fyrra voru þau 6.808 og voru því flutt inn fleiri raf­magns­reiðhjól en raf­magns­hlaupa­hjól.

Þegar skoðað er verðmæti þeirra hjóla, raf­magns­hjóla og raf­magns­hlaupa­hjóla sem flutt eru til lands­ins var verðmæti þeirra sam­tals 3,15 millj­arðar. Tekið skal fram að sú tala er upp­reiknuð miðað við verðgildi í dag sem og aðrar töl­ur um inn­flutn­ings­verðmæti í þess­ari grein.

Meira en helm­ing­ur af heild­ar­inn­flutn­ings­verðmæt­inu er vegna raf­magns­reiðhjóla, en inn­flutn­ings­verðmæti þeirra nam sam­tals 1,6 millj­arði í fyrra og hækkaði um 160 millj­ón­ir milli ára og um 400 millj­ón­ir frá ár­inu 2020. Inn­flutn­ings­verðmæti hefðbund­inna reiðhjóla var hins veg­ar 913 millj­ón­ir og lækkaði um 100 millj­ón­ir milli ára og um 370 millj­ón­ir frá því að hafa verið hæst árið 2020.

Inn­flutn­ings­verðmæti raf­magns­hlaupa­hjóla nam 620 millj­ón­um í fyrra, sam­an­borið við 575 millj­ón­ir árið 2021 og rúm­an einn millj­arð árið 2020. Þrátt fyr­ir sam­drátt í fjölda inn­fluttra raf­magns­hlaupa­hjóla er þó um að ræða mikla hækk­un á meðal­verði hvers hlaupa­hjóls, en meðal­inn­kaupsverðið var árið 2020 rúm­lega 51 þúsund krón­ur, en fór upp í 73 þúsund krón­ur árið 2021 og var í fyrra 91 þúsund krón­ur. Hef­ur meðal­verðið á hverju hlaupa­hjóli, á verðlagi dags­ins í dag, hækkað um 78%. Má geta sér til um að tals­vert meira sé því um að ræða sölu á stærri og dýr­ari hlaupa­hjól­um í fyrra en í upp­hafi, en þá var t.d. tals­vert um góð til­boð á minnstu gerðum raf­hlaupa­hjóla.

Öfug þróun hef­ur hins veg­ar verið á meðal­inn­flutn­ings­verði raf­magns­hjóla og hefðbund­inna hjóla. Þannig hef­ur verð raf­magns­reiðhjóla farið úr 323 þúsund krón­um árið 2020 niður í 231 þúsund í fyrra, en það er tæp­lega 30% lækk­un. Svipaða sögu er að segja af hefðbundnu reiðhjól­un­um. Meðal­inn­flutn­ings­verð slíks hjóls árið 2020 nam 77 þúsund krón­um árið 2020 en hafði lækkað niður í 54 þúsund krón­ur í fyrra. Aft­ur er það tæp­lega 30% lækk­un.

Við Hörpuna Það getur verið gott að skella sér í …
Við Hörp­una Það get­ur verið gott að skella sér í hjóla­t­úr í haust­blíðunni sem leikið hef­ur við íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins síðustu daga, líkt og þessi hjól­reiðakappi sem hjólaði hjá Hörpu í gær. Merk­ing: Morg­un­blaðið/​Eggert Morg­un­blaðið/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert