Landsliðsknapar berjast um sæti á HM

Frá hestamóti í Víðidal í fyrra.
Frá hestamóti í Víðidal í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Næsta laugardag, 6. maí, mun stórsýningin Allra sterkustu fara fram í TM-höllinni í Víðidal.

Þar munu landsliðsknapar mætast og berjast um sæti á HM í hestaíþróttum sem fer fram í Hollandi 6.–14. ágúst.

Í tilkynningu kemur fram að nýir hestar munu stíga svið og er haft eftir Sigurbirni Bárðarsyni landsliðsþjálfara að hann telji líklegt að á stórsýningunni muni áhorfendur sjá hesta springa og nýjar vonarstjörnur fæðast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert