Langur tími í fangelsi skemmir fólk

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir mikilvægt að stjórnvöld hugi að því hvernig meðhöndla skuli ungt fólk sem sæta þarf gæsluvarðhaldi eða dæmt er til fangelsisvistar. Tryggja þurfi að ungir fangar, sem og aðrir, fái þá hjálp sem þeir þurfa innan veggja fangelsisins svo þeir komi ekki aftur til baka í fangelsin eftir að þeir afplána dóma sína.

Fjögur ungmenni sættu í þar síðustu viku gæsluvarðhaldi og einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Hafnarfirði. Þrjú ungmennanna voru vistuð á vegum barnaverndaryfirvalda en einn sætir enn gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Tveir sæta gæsluvarðhaldi á Stuðlum.

Í síðustu viku var Magnús Aron Magnússon dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp af ásetningi í svokölluðu Barðavogsmáli. Var hann tvítugur þegar hann framdi brotið og verður 22 á árinu. Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, sagði um helgina í samtali við mbl.is að sér fyndist vanta að litið væri til aldurs Magnúsar.

Guðmundur bendir á að samkvæmt 80. grein laga um fullnustu refsinga geti Magnús Aron hlotið reynslulausn þegar hann hefur afplánað þriðjung af refsingunni og ef hann standist áhættumat fangelsismálastofnunar geti hann verið kominn á áfangaheimili eftir aðeins þrjú ár.

Guðmundur segist skilja að fólki finnist það snemmt í ljósi þess að hann er sakfelldur fyrir morð.

„Ég er samt þeirrar skoðunar að reynslulausn fyrir unga afbrotamenn sé rosalega flott og gott úrræði. Það er vegna þess að langur tími í fangelsi skemmir fólk og verður til þess að það verður erfiðara að takast á við lífið. Það er því mikilvægt að ungir afbrotamenn stoppi sem styst í fangelsi,“ segir Guðmundur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert