Maður féll í klettum við Kleifarvatn

Tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins voru sendir á staðinn.
Tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins voru sendir á staðinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Í nótt varð slys við Kleifarvatn þar sem maður hafði fallið í klettum og svaraði félögum sínum illa á eftir.

Í Facebook-færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins hafi verið sendir á staðinn.

Samtals fóru níu manns á staðinn og komu manninum á slysadeild en hann reyndist töluvert lemstraður og með grun um höfuðáverka.

Verkefnið tók um eina og hálfa klukkustund og segir í færslunni að það hafi gengið vel.

Verkefnið tók um eina og hálfa klukkustund og segir í …
Verkefnið tók um eina og hálfa klukkustund og segir í færslunni að það hafi gengið vel. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert