Merkisdagur og erindið er mikilvægt

Anna Júlíusdóttir, nýr formaður stéttarfélagsins Einingar – Iðju í Eyjafirði.
Anna Júlíusdóttir, nýr formaður stéttarfélagsins Einingar – Iðju í Eyjafirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Afstaða fólks til verkalýðshreyfingar er sennilega nokkuð sveiflukennd frá einum tíma til annars. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvernig landið liggur nú, en sú óeining sem verið hefur svo víða að undanförnu innan einstakra stéttarfélaga og sambanda er ekki neinum í hag. Fyrir hagsmuni launafólks er afar mikilvægt að fólk í forystusveitinni gangi í takt og vinni í sameiningu til árangurs og þess að bæta kjörin, sérstaklega meðal þess fólks sem hefur úr minnstu að spila,“ segir Anna Júlíusdóttir, nýr formaður stéttarfélagsins Einingar – Iðju í Eyjafirði.

Anna tók í síðustu viku við embættinu af Birni Snæbjörnssyni sem hafði gegnt því í 31 ár.

Alls eiga um 8.000 manns aðild að Einingu-Iðju, sem er fjölmennasta stéttarfélagið á landsbyggðinni.

Í félaginu er fjöldi fólks sem starfar við frumvinnslugreinar, í opinberri þjónustu og við ýmis umönnunarstörf. Annars má segja að í félaginu sé flóran öll og starfsemin eftir því fjölbreytt og umsvifamikil. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert