Rífa húsið og slökkva í glæðum

Slökkvlið vinnur nú að því að rífa húsið og slökkva …
Slökkvlið vinnur nú að því að rífa húsið og slökkva í glæðum samhliða því. Ljósmynd/Eva Björk

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að rífa gamla slippinn við Hafnarfjarðarhöfn og slökkva í glæðum samhliða því. 

Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, segir vel hafa gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins að sögn Lárusar.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins að sögn Lárusar. Ljósmynd/Eva Björk

Næturvaktin tekin við

„Við erum búnir að fækka mikið á staðnum. Við erum búnir að senda kvöldvaktina meira og minna heim og næturvaktin er tekin við,“ segir Lárus. 

Slökkvilið mun vakta svæðið uns þeir eru öruggir á því að allur eldur sé farinn úr rústum hússins. 

Mikill eldur kviknaði í Drafnarslippnum á níunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað til á staðinn. Mikið tjón varð á húsinu og ólíklegt að einhverju sé hægt að bjarga úr því. Upptök eldsins eru óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert