Stjórnvöld dýpki verðbólguna

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði í ávarpi sínu á Ingólfstorgi á alþjóðleg­um bar­áttu­degi verka­lýðsins í dag að stjórnvöld hérlendis hafi beinlínis dýpkað áhrif efnahagslegs óstöðugleika og verðbólgu, ólíkt nágranaríkjum okkar. 

Hann sagði að ólíkt stjórnvöldum í nágranaríkjum þá hafi skatta- og gjaldhækkanir dýpkað verðbólguna.

Kristján sagði að þunginn leggist á launafólk og þeim sem við minnstu efnin búa, og auki því ójöfnuð í samfélaginu. 

Þá sagðist hann sammála Finn­birni A. Her­manns­syni, nýjum for­seti ASÍ, að haustið yrði erfitt og átti þar við komandi kjaraviðræður. 

Kristján sagðist þó bjartsýnn fram á veg ekki síst sökum þess að verkefnin séu skýr og baráttuviljinn eindreginn og mikill. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert