Þjóðvegurinn út úr þorpinu

Nýtt vegstæði er á bökkum Eyjafjarðarár. Þetta verður öðrum þræði …
Nýtt vegstæði er á bökkum Eyjafjarðarár. Þetta verður öðrum þræði varnarveggur milli árinnar og Hrafnagilshverfs. Nú færist umferðin út úr hverfinu, sem var og er helsti tilgangurinn með þessum framkvæmdum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Framkvæmdin er mikilvæg og mun auka umferðaröryggi hér í byggðinni stórlega,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit.

Framkvæmdir standa nú yfir við vegagerð þar sem Eyjafjarðarbraut vestri sunnan við Akureyri er færð.

Vegurinn þar liggur nú í gegnum þorpið í Hrafnagilshverfi, þar sem íbúðabyggð er vestan vegar en grunnskólinn austanmegin. Slíku fylgdi hætta fyrir gangandi vegfarendur og því þrýsti sveitarstjórn á um breytingar, eins og Vegagerðin svaraði.

Framkvæmdin sem hér er til umræðu felst í nýbyggingu vegar á bökkum Eyjafjarðarár, allt að 3,6 km kafla. Einnig eru nýjar heimreiðar að bæjum útbúnar og fleira sem fylgir. Miklir efnisflutningar fylgja þessu verkefni, sem verktakafyrirtækið G.V. gröfur á Akureyri hefur með höndum. Tilboð þess í verkið var 374 millj. kr. sem var ¾ af kostnaðaráætlun. Framkvæmdir hófust í fyrra, eru á áætlun og lýkur að ári.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert