Tiltektardagur á Íslandi í prýðilegu plokkveðri

„Ég þakka fyrir frumkvæðið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra þegar …
„Ég þakka fyrir frumkvæðið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra þegar hann opnaði stóra plokkdaginn í gær. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Ég þakka fyrir frumkvæðið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra þegar hann opnaði stóra plokkdaginn í gær.

Sjálfboðaliðar, meðal annars úr Rótarýhreyfingunni, létu til sín taka víða um land með því að tína rusl á völdum stöðum.

Dagskráin hófst við Gufunesbæinn í Grafarvogi í Reykjavík, þar sem ótrúlega mikið af alls konar smádrasli og frákasti leynist milli trjáa og þúfna, við göngustíga og á opnum svæðum.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Einar Bárðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Einar Bárðarson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þetta sýnir vel þörfina á stóra plokkdeginum eins og upphafsmaður verkefnisins, Einar Bárðarson, sagði þegar hann ræsti vaskan hóp til verka.

Hreinsunarstarfið gekk vel enda skein sól í heiði, sem er prýðilegt veður til að plokka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert