Um 150 manns hlupu með systkinunum

Á myndinni má sjá Magnús, Sigurbjörn [föður systkinanna], Áslaugu og …
Á myndinni má sjá Magnús, Sigurbjörn [föður systkinanna], Áslaugu og Nínu Kristínu. mbl.is/Óttar

Um 150 manns hlupu eða gengu með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og systkinum hennar á afmælisdegi móður þeirra í dag. 

„Það gekk bara ótrúlega vel,“ segir Áslaug í samtali við mbl.is. 

Hlaupið hófst fyrir framan Kolaportið klukkan 11 í morgun og að sögn Áslaugar hlupu um 100 manns allt að fimm kílómetra þaðan. Þá hlupu um 50 manns víðsvegar um landið og á erlendri grundu einnig með systkinunum.

„Þetta var framar okkar björtustu vonum,“ segir hún en blíðskapar veður var í borginni er hlaupið stóð yfir. 

„Fólk mætti bæði í hlaupagallanum og til að ganga, með barnavagna og hjólastóla, eins og allir gátu. Það var mjög fjölbreyttur hópur sem tók þátt á öllum aldri.“

„Það gekk bara ótrúlega vel,“ segir Áslaug í samtali við …
„Það gekk bara ótrúlega vel,“ segir Áslaug í samtali við mbl.is. mbl.is/Óttar

Endurtaka leikinn líklega að ári

Áslaug og Magnús bróðir hennar skiptust á að hlaupa með Nínu Kristínu, systur þeirra sem er í hjólastól. Þá hljóp faðir þeirra, Sigurbjörn Magnússon, einnig með þeim. 

Líkt og áður sagði þá var hlaupið haldið í dag á afmælisdegi móður systkinanna sem lést árið 2012. Tveimur mánuðum áður en hún lést hlupu Nína og Áslaug saman í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem að móðir þeirra hvatti þær áfram. 

Þetta er í fyrsta sinn sem viðburðurinn er haldinn og …
Þetta er í fyrsta sinn sem viðburðurinn er haldinn og segir Áslaug líklegt að þau muni endurtaka leikinn að ári. mbl.is/Óttar

Þetta er í fyrsta sinn sem viðburðurinn er haldinn og segir Áslaug líklegt að þau muni endurtaka leikinn að ári. 

„Þá myndum við kannski æfa okkur ögn betur,“ segir hún og hlær. 

Systkinin hlupu til styrktar Einstakra barna og mun helm­ing­ur upp­hæðar­inn­ar renn­a til systkin­astuðnings og Systkina­smiðjunn­ar. Áslaug bendir á að hægt sé að heita á þau út daginn í dag. 

Hlaupið hófst fyrir framan Kolaportið klukkan 11 í morgun og …
Hlaupið hófst fyrir framan Kolaportið klukkan 11 í morgun og að sögn Áslaugar hlupu um 100 manns allt að fimm kílómetra þaðan. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert