Breytingar fram undan á brunareitnum

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, lýkur lofsorði á störf slökkviliðis og …
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, lýkur lofsorði á störf slökkviliðis og segir fyrir mestu að enginn hafi slasast þegar gamli slippurinn brann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólki var mjög brugðið að sjá þetta mikla eldhaf sem þarna skapaðist, þetta var mikill bruni og mikill eldsmatur þarna,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtali við mbl.is um brunann í gamla slippnum við höfnina þar í bænum sem upp kom í gærkvöldi.

Kveður bæjarstjóri þakklæti í garð slökkviliðis fyrir fumlaus handtök á vettvangi brunans efst í huga auk þess sem mikil mildi sé að eldur læsti sig ekki nærliggjandi húsnæði íshússins, þar sem lista- og handverksfólk hefur aðstöðu, og siglingaklúbbsins Þyts. „En auðvitað er það fyrir öllu að engin slys urðu á fólki,“ segir Rósa.

Bæjarbúar urðu varir við mikið eldhaf í gærkvöldi þegar gamli …
Bæjarbúar urðu varir við mikið eldhaf í gærkvöldi þegar gamli slippurinn brann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt rammaskipulag um svæðið

„Þarna hefur vissulega orðið tjón,“ heldur bæjarstjóri áfram en bendir í að starfsemi hafi ekki verið í húsinu um langt skeið ef frá er talin lítil vélsmiðja í hliðarhúsi sem var eitt þriggja samliggjandi húsa er urðu eldinum að bráð.

Þá hefur mbl.is haft af því spurnir að einhverjir munir hafi verið geymdir í húsnæði gamla slippsins en óljóst er um verðmæti þeirra eða hvaða varningur þar var á ferð.

Rústir hússins í morgun. Lítil vélsmiðja var rekin í hliðarhúsi …
Rústir hússins í morgun. Lítil vélsmiðja var rekin í hliðarhúsi en annars var ekki starfsemi í gamla slippnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú er komið nýtt rammaskipulag um þetta svæði og stóran hluta hafnarinnar. Þarna á að breyta, rífa hús og annað og byggja upp skemmtilegt hafnarhverfi og stóð til að rífa þessi hús, þarna á að koma lágreist byggð með þjónustu, veitingastöðum og íbúðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert