Bruni átti sér stað í Sólheimum í Laugardal í kvöld. Kviknað hafði í grilli á lokuðum svölum í fjölbýli.
Þrír slökkviliðsbílar keyrðu á vettvang rétt upp úr sjöunda tímanum í kvöld.
Eigendur grillsins höfðu slökkt bálið þegar slökkvilið mætti á vettvang og engin þörf var á frekari aðgerðum. Eldurinn breiddist ekki lengra út.