Nokkrir Íslendingar hafa leitað til Þýskalands nýlega vegna einkenna sem líkjast AVCS (Abdominal Vascular Compression Syndrome), sem samanstendur af fimm heilkennum. Sjúkdómurinn hefur ekki verið viðurkenndur hér á landi og hafa Sjúkratryggingar Íslands til þessa synjað greiðsluþátttöku vegna aðgerðar í Þýskalandi.
Alice Viktoria Kent, sem nýlega tjáði sig um reynslu sína við Morgunblaðið, segir marga hafa sett sig í samband við sig vegna einkenna AVCS eftir umfjöllun sem birtist í september sl. Hafa nú fimm Íslendingar farið á eftir henni til Þýskalands, og fjórir fengið greiningu á AVCS og farið í aðgerð í kjölfarið.
Alice segist í samtali við Morgunblaðið í dag gjarnan vilja miðla af sinni reynslu og hjálpa öðrum sem glíma við veikindi og eru með sömu einkenni en fá ekki hjálp hér heima.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.