Þeim fjölgar sem hafa áhyggjur af skotvopnaeign

Íslendingar hafa nú meiri áhyggjur af skotvopnaeign skv. könnun Maskínu.
Íslendingar hafa nú meiri áhyggjur af skotvopnaeign skv. könnun Maskínu. Ljósmynd/Colourbox

Fleiri hafa áhyggj­ur af skot­vopna­eign nú held­ur en fyr­ir tveim­ur árum. Um leið fer þeim sem hafa aðgang að skot­vopn­um á Íslandi fjölg­andi. Aðgang­ur er mest­ur á lands­byggðinni og hafa kon­ur mun sjaldn­ar aðgang að skot­vopn­um en karl­ar. 

Þetta kem­ur fram í ný­legri rann­sókn Maskínu um skot­vopna­eign og viðhorf til skot­vopna.

Þeim sem hafa aðgang að skot­vopn­um fer fjölg­andi

Þeir sem hafa aðgang að skot­vopn­um fjölg­ar lít­il­lega á milli ára en 21% svar­enda í könn­un­inni hafa aðgang að skot­vopni. Fjölgað hef­ur um rúm 3 pró­sentu­stig í þess­um hópi frá því að fyrst var spurt árið 2021.

Mik­ill mun­ur er á kynj­un­um en kon­ur hafa í mun minni mæli aðgang að skot­vopn­um eða um 9% svar­enda á móti rétt um þriðjungi karla. Þá hafa kon­ur einnig meiri áhyggj­ur af skot­vopna­eign en karl­ar.

Aðgang­ur að skot­vopn­um meiri á lands­byggðinni

Tals­verður mun­ur er á aðgangi al­menn­ings að skot­vopn­um eft­ir bú­setu hans. Þannig er aðgang­ur­inn minnst­ur meðal íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu og ná­granna­sveita­fé­lög­um þess en þar hafa 15-16% aðgang að skot­vopn­um.

Mun fleiri hafa aðgang að skot­vopn­um á bæði Vest­ur­landi og Vest­fjörðum og á Norður­landi eða um þriðjung­ur. Aft­ur á móti er aðgang­ur­inn enn meiri á Aust­ur­landi þar sem tæp­lega 40% aðspurðra sögðust hafa aðgang að skot­vopn­um.

Um þriðjung­ur hef­ur litl­ar áhyggj­ur af skot­vopna­eign á Íslandi

Þegar Maskína lagði spurn­ing­ar um skota­vopn fyrst fyr­ir árið 2021 hafði hátt í helm­ing­ur svar­enda litl­ar áhyggj­ur af skot­vopna­eign á land­inu. Sú afstaða hef­ur breyst tölu­vert en í ár hef­ur um þriðjung­ur svar­enda litl­ar áhyggj­ur af skot­vopna­eign.

Þá hef­ur þeim sem hafa af þessu mikl­ar áhyggj­ur fjölgað frá ár­inu 2021 en í fyrra taldi sá hóp­ur 47-48% svar­enda en ör­lítið færri í ár eða 46%.

Alls voru svar­end­ur könn­un­ar­inn­ar 1.092, en þeir eru alls staðar að af land­inu og á aldr­in­um 18 ára og eldri. Könn­un­in fór fram dag­ana 16. til 21. mars 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert