Gengið fram hjá þinginu

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta hef­ur nei­kvæð áhrif á flug­völl­inn og ekk­ert sem kem­ur á óvart við það,“ seg­ir Njáll Trausti Friðberts­son alþing­ismaður um niður­stöður skýrslu um áhrif nýrr­ar byggðar í Skerjaf­irði. Starfs­hóp­ur á veg­um innviðaráðherra vann skýrsl­una. Til­kynnt var í síðustu viku að innviðaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg hefðu kom­ist að sam­komu­lagi um að hefja jarðvegs­fram­kvæmd­ir og þar með und­ir­bún­ing upp­bygg­ing­ar í Nýja Skerjaf­irði.

„Það sem mér finnst und­ar­leg­ast í mál­inu miðað við frétta­til­kynn­ingu inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins er sú mót­sögn að það er verið að leggja til mót­vægisaðgerðir til að stuðla að frek­ara flu­gör­yggi en það er ekk­ert farið nán­ar í þær. Svo er talað um að hefja fram­kvæmd­ir og byggja. Það er mjög sér­kenni­legt.“

Njáll Trausti á sæti í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is og hef­ur kallað eft­ir umræðu um málið í nefnd­inni í vik­unni. „Skýrsl­an og inni­hald henn­ar hef­ur aldrei verið til umræðu í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins. Að mínu viti sé ég ekki bet­ur en að í svona stóru máli sem varðar svona mikla ör­ygg­is­hags­muni í land­inu sé verið að ganga fram hjá þing­inu. Ég lít þetta mjög al­var­leg­um aug­um. Mér finnst frek­lega gengið fram hjá okk­ur af hálfu ráðuneyt­is­ins í þess­ari vinnu. Upp í hvaða dans er verið að bjóða?“

Njáll Trausti seg­ir þetta ófag­leg vinnu­brögð. „Það vant­ar al­veg heild­ar­sýn í þetta mál. Það er stöðugt verið að höggva í flug­völl­inn og veikja hann. Þetta er í far­vegi sem er al­gjör­lega óviðun­andi. Við þurf­um að hafa svona stór­mál í miklu opn­ara ferli en við erum að gera í þeirri vinnu sem er núna í gangi.“

Vill­andi kynn­ing borg­ar­inn­ar

Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að skýrsl­an hafi verið kynnt í borg­ar­ráði án fyr­ir­vara en eng­in gögn lögð fram.

„Borg­ar­ráðsmönn­um minni­hlut­ans gafst því eng­inn tími til þess að kynna sér málið áður og höfðu ekk­ert ráðrúm til þess að spyrja réttu spurn­ing­anna, því það er fjöl­margt í þess­ari skýrslu sem Reykja­vík­ur­borg þarf að taka til­lit til en borg­ar­stjóri virðist ekki vilja,“ seg­ir hún. „Það lá greini­lega mikið á,“ bæt­ir hún við.

Hún átel­ur þau vinnu­brögð að borg­ar­full­trú­ar hafi hvorki fengið tæki­færi til þess að kynna sér skýrsl­una né gera við hana at­huga­semd­ir, en ekki þó síður kynn­ingu henn­ar í frétta­til­kynn­ingu, sem hafi bein­lín­is verið vill­andi. „Þar var skautað hjá helstu aðfinnsl­um skýrsl­unn­ar en mikið gert úr bók­un full­trúa borg­ar­inn­ar við skýrsl­una, eins og það hafi verið aðalniðurstaða henn­ar!“

Marta seg­ir öðrum borg­ar­full­trú­um enn ekki hafa verið kynnt skýrsl­an. „Ég las bara um hana á mbl.is.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert