Hvetur til myndatöku fyrir sprengingarnar

Niðurrif á Heklureit eru í fullum gangi.
Niðurrif á Heklureit eru í fullum gangi. Árni Sæberg

Sprengjustjóri verktakafyrirtækisins Borgarvirki hvetur hús- og fyrirtækjaeigendur nærri Heklureit til þess að taka myndir af húsnæði sínu áður en fyrirhugaðar sprengingar á reitnum hefjast.

Þetta kemur fram í bréfi undirritað af Magnúsi Hjálmarssyni, sprengistjóra Borgarvirkis ehf, sem sent hefur verið til nærliggjandi íbúa og fyrirtækja á Laugavegi, Túnum að hluta, Skipholti og Brautarholti.

Til stendur að hefja sprengingar í maí og er áætlað að þær muni standa fram í ágúst á Laugavegi 168-174 sem gjarnan hefur verið nefndur Heklureitur. 

Bréf hefur verið sent til þeirra sem eiga aðsetur nærri …
Bréf hefur verið sent til þeirra sem eiga aðsetur nærri Heklureit.

Sprengt fram í ágúst 

Í bréfi til nærliggjandi húseigenda segir meðal annars að komið verði upp titringsmælum til að athuga það hvort titringur verði í samræmi við reglugerðir.

Í bréfinu segir sprengingatímabilið verði fram í ágúst en ekki verði sprengt á öllum dögum og ekki á rauðum dögum. Þrjú stutt hljóðmerki munu berast mínútu áður en
„hleypt verður af skotinu“ eins og segir í bréfinu. Því fylgir svo eitt langt hljóðmerki eftir að sprengingu lýkur.

Þá eru þeir sem vilja myndir af húsnæði sem þeir eiga eða hafa umráða hvattir til að hafa samband við Borgarvirki ehf áður en spreningar hefjast ef þeir vilja láta skoða eða mynda eignina. Þá er þeim sömu bent á að hafa samband við fyrirtækið ef þeir telja hús þeirra hafa orðið fyrir skemmdum af völdum titrings frá sprengingunum.  

Hekla var um árabil með aðsetur á Laugavegi.
Hekla var um árabil með aðsetur á Laugavegi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert