Spiluðu stórvirki kvikmyndanna

Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt tónleika á sunnudaginn í Tónlistarmiðstöð Austurlands í kirkjunni á Eskifirði. Lék hljómsveitin fræga tónlist eftir sum af þekktustu kvikmyndatónskáldum sögunnar, þar á meðal Monty Norman, John Barry, Nino Rota, Ennio Morricone, Danny Elfman og John Williams. Guðmundur Óli Gunnarsson er stjórnandi hljómsveitarinnar, Martin Frewer er konsertmeistari og Hlín Pétursdóttir Behrens sópran söng á tónleikunum.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2018 af sjö austfirskum hljóðfæraleikurum, en nú eru í henni um fimmtíu manns. Henni er ætlað að auðga og efla menningarlíf á Austurlandi og vera vettvangur fyrir austfirska hljóðfæraleikara, langt komna hljóðfæranemendur, tónskáld, einleikara og kóra að starfa í eða með sinfóníuhljómsveit.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá og heyra Hlín Pétursdóttur Behrens syngja með hljómsveitinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert