Eldurinn sem kom upp í Drafnarslipp í gær breiddist út í nærliggjandi hús.
Starfsemi var í húsinu en meðal annars var þar vélsmiðja og ljóst er að eigandi hennar hefur orðið fyrir miklu tjóni.
Í brunarústunum má sjá gamlan Land Rover-jeppa, sem stóð til að gera upp, sem og rennibekk og glænýjan utanborðsmótor.
Þá varð báturinn, sem mótorinn var ætlaður, eldinum að bráð ásamt dráttarvél, lyftara og fleiru.