Starfsemi í húsinu og mikið tjón

Til stóð að gera upp þennan gamla Land Rover sem …
Til stóð að gera upp þennan gamla Land Rover sem stóð í húsakynnum vélsmiðjunnar Verma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldurinn sem kom upp í Drafnarslipp í gær breiddist út í nærliggjandi hús.

Starfsemi var í húsinu en meðal annars var þar vélsmiðja og ljóst er að eigandi hennar hefur orðið fyrir miklu tjóni.

Glænýjan utanborðsmótor átti að setja í bát sem var til …
Glænýjan utanborðsmótor átti að setja í bát sem var til viðgerðar í vélsmiðjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stóð til að gera upp Land Rover

Í brunarústunum má sjá gamlan Land Rover-jeppa, sem stóð til að gera upp, sem og rennibekk og glænýjan utanborðsmótor.

Þá varð báturinn, sem mótorinn var ætlaður, eldinum að bráð ásamt dráttarvél, lyftara og fleiru. 

Vélsmiðjan Verma varð fyrir miklu tjóni í brunanum sem kom …
Vélsmiðjan Verma varð fyrir miklu tjóni í brunanum sem kom upp í Drafnarslipp í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Byrjað er að rífa það sem eftir stendur af Drafnarslipp …
Byrjað er að rífa það sem eftir stendur af Drafnarslipp og nærliggjandi húsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert