Stofnun án verkefna í fjögur ár

Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Innheimtustofnun sveitarfélaga. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er gert ráð fyrir því að Innheimtustofnun sveitarfélaga verði lögð niður fyrr en eftir fjögur ár þótt frumvarp innviðaráðherra, sem nú er til meðferðar á Alþingi, geri ráð fyrir því að verkefni stofnunarinnar færist til ríkisins um næstu áramót.

Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskuðu eftir minnisblaði frá ráðuneytinu þar sem kæmu fram frekari skýringar á þessu og var minnisblaðið birt í síðustu viku.

Þar kemur fram að hafa beri í huga að Innheimtustofnun sveitarfélaga sé í eigu sveitarfélaga. Því sé ekki hægt bera það fyrirkomulag sem lagt er til í frumvarpinu saman við hefðbundna niðurlagningu ríkisstofnana, þar sem ríkissjóður tekur yfir skuldbindingar og eignir slíkra stofnana nema annað sé tekið fram, en í þessu tilviki taka 64 sveitarfélög við þeirri ábyrgð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert