Níu stórmeistarar í skák hið minnsta, þar á meðal Friðrik Ólafsson, verða með á minningarmóti um Ottó A. Árnason og Hrafn Jökulsson, sem fer fram í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og hefst klukkan 13 laugardaginn 6. maí.
Tryggvi Óttarsson, formaður Taflfélags Snæfellsbæjar frá aldamótum, bendir á að félagið hafi staðið fyrir árlegum opnum minningarmótum um Ottó frá 2001 til 2008, en Ottó stofnaði félagið 1962 og var formaður þess um árabil. Mótin hafi verið vinsæl og dregið að sér mest sjö stórmeistara til þessa. „Búast má við um 100 keppendum, þar af 30 til 40 börnum og ungmennum úr Reykjavík, og við erum komnir með fleiri stórmeistara núna en áður í opna flokknum,“ segir hann, en skráningarfrestur rennur út á fimmtudag.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.