Tæknideild lögreglu að störfum

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að störfum í gamla slippn­um við …
Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að störfum í gamla slippn­um við Hafn­ar­fjarðar­höfn sem brann í gær og verður rif­inn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á eldsupptökum í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn, sem brann í gærkvöld, stendur nú yfir.

Slökkviliðið afhenti lögreglu vettvanginn um klukkan þrjú í nótt en lögregla vaktaði svæðið þar til tæknideild tók til starfa í morgun.

Vindur stóð út á sjó

Aðstæður voru mjög heppilegar í gærkvöld og nótt, að sögn Skúla Jónssonar, stöðvarstjóra lögreglu í Hafnarfirði. Vindur stóð út á sjó en veður var fremur stillt.

„Auðvitað þarf að grípa fljótt til eftir þessa rannsókn. Þarna eru járnplötur út um allt og svoleiðis,“ segir Skúli.

Slökkviliðið kallaði brotajárnsendurvinnslufyrirtækið Furu út til aðstoðar við niðurrif í nótt og segir Lárus Steindórs Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, að fyrirtækið muni sjá um að rífa það sem eftir stendur af húsinu.

Rannsókn á eldsupptökum í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn, sem brann …
Rannsókn á eldsupptökum í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn, sem brann í gærkvöld, stendur nú yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert