Viljum klæðskerasníða meðferðir

„Þessi sérgrein hentar mér mjög vel og ég hef áhuga á fræðunum. Það er mikið að gerast í gigtarlækningum og það er mjög gefandi að vinna í þessu fagi og þótt þetta geti verið langvinnir og stundum erfiðir sjúkdómar, þá hafa meðferðarúrræðin fyrir bólgusjúkdómana batnað mikið síðustu árin og áratugina, þökk sé aukinni þekkingu á orsökum þeirra,“ segir Sædís.

„Það er afskaplega gleðilegt þegar maður getur hjálpað fleirum. Við erum kannski frekar þar núna að vera með sama „matseðilinn“ fyrir alla, það er að segja við erum ekki komin þangað að geta klæðskerasniðið meðferðirnar til að geta valið frá byrjun hvaða lyf hentar hverjum best. Það er nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á,“ segir Sædís og segist njóta til jafns að hitta sjúklinga og grúska í fræðunum.

„Ég hefði aldrei getað sleppt öðru hvoru,“ segir hún og brosir.

„Mér finnst afskaplega gefandi að vinna með sjúklingum en ég átta mig líka á því hvað mörgum spurningum er ósvarað og hvar okkur skortir meðferðir og betri þekkingu og það hvetur mig áfram í rannsóknum. Til dæmis vantar sértækar lyfjameðferðir gegn slitgigt og vefjagigt, þar sem meðferð í dag beinist að einkennum en ekki orsök. Vonandi munu vísindin hjálpa okkur að finna áhrifaríkari meðferðir þar í framtíðinni.“

Þáttinn í heild má nálgast hér. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert