Ekkert rafmagn á stóru skemmunni þegar hún brann

Haraldur Reynir er eigandi húsanna.
Haraldur Reynir er eigandi húsanna.

Haraldur Reynir Jónsson, oft kenndur við útgerðarfélagið Sjólaskip, er eigandi húsanna sem brunnu við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöld.

Haraldur segist í samtali við mbl.is lítið geta tjáð sig um málið. „Ég er ekki á landinu og hef ekkert fengið að vita meira en almenningur,“ segir hann.

Rann­sókn á brun­an­um stend­ur yfir og elds­upp­tök liggja ekki fyr­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu fyrr í dag.

Starfsemi hætt á síðasta ári

Haraldur segir starfsemi hafa verið hætt í stóru skemmunni á síðasta ári og að rafmagn hafi verið tekið af henni í kjölfarið. Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp þar og þaðan breiðst út í tvö samliggjandi hús.

Hann segir að húsin tvö sem lágu að stóru skemmunni hafi verið í útleigu. Annað hafi verið nýtt sem geymslurými fyrir fyrirtæki en hitt undir vélsmiðju eins og komið hefur fram.

„Enn sem komið er get ég ekki sagt neitt meira um þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert